Author and illustrator: Birgitta Sif
Publisher: JPV
Year: 2012
Scroll down for Icelandic version of assessment
☺ The student´s conclusion: The book turns traditional gender norms upside down
Oliver is the book’s protagonist but Olavia, who becomes his friend towards the end of the book, is a side character that pops up here and there without him seeing her. There is a lot going on in the illustrations that shows a large group of people; 25 men, 31 women and about 40 gender neutral animals, along with a number of stuffed animals that play a major role in the story.
Oliver to a large extent lives in his own world where he is the hero and has many adventures with his stuffed animals, his only friends. He is content with this to begin with, until he discovers that the stuffed animals never react to anything he does. One day he suddenly meets a girl who is as unique as him and they become friends.
The book’s message is that it’s okay to be different and be able to be alone in your own company. Still it’s not good to disappear so deep into your own world that you can’t see what is around you, sometimes great adventures. Oliver is so lost in his own world that he only notices Olavia towards the end of the book. But she had actually noticed him much earlier, in the sixth book spread, actually. She is in fact present in the illustrations throughout the book, but still she went completely unnoticed by Oliver. At the end of the book he makes a big decision by befriending Olavia, a big step in the right direction for a little boy who is very modest and wants to be alone.
There are no unambiguous gender stereotypes in the book. Oliver organizes adventure games, where he is not saving princesses but playing alone with his stuffed animals so he is no stereotype of a boy. Olavia is presented in a pink dress, but otherwise she does not fit the stereotype of a girl, since she does the same as Oliver; she reads books, plays with stuffed animals, plays tennis etc. The book presents both men and women as equals. Sometimes they wear their everyday clothes, at other times their Sunday best, which suggests that no one is more powerful than the other. This is illustrated by the book’s first spread where we see a lot of people performing their daily tasks.
We don’t see much of Oliver’s family; usually he is just alone with himself. One book spread shows a banquet or family party with a credible big family, but we cannot figure out who his parents are. The party is probably at his home because we see a radio that we see in other illustrations from Oliver’s home. The book is relatively timeless and it’s difficult to pinpoint exactly where it takes place, it can be almost anywhere or anytime. Drawings of cars and people, animals and houses are imaginative caricatures.
We believe that the book does not support the traditional gender norms; rather it turns them upside down. Oliver’s character is both adventurous and modest, but Olavia and he have the same interests and are therefore equal. The book emphasizes that children are as diverse as they are numerous, with both good and bad qualities, and that this is as it should be.
Two students of education at University of Akureyri
☺ Conclusion: Bókin kollvarpar staðalmyndum kynjanna
Ólíver er aðalpersóna bókarinnar en Ólavía sem vingast við hann í lok bókar er aukapersóna sem sést hér og þar án þess að hann sjái hana. Á myndum bókarinnar er ýmislegt að gerast og á þeim fjöldi manns, 25 karlkyns persónur, 31 kvenkyns- og um 40 dýr sem eru kynlaus auk tuskudýra, sem spila stórt hlutverk í sögunni.
Ólíver lifir mikið í eigin heimi þar sem hann er hetja og lendir í ýmsum ævintýrum ásamt tuskudýrunum sínum sem eru hans einu vinir. Þetta er hann sáttur við framan af þar til hann áttar sig á að hann fær engin viðbrögð frá tuskudýrunum. Einn daginn rekst hann óvænt á stelpu sem er jafn sérstök og hann og með þeim tekst vinátta.
Boðskapur bókarinnar er að það er í lagi að vera öðruvísi og að geta verið einn með sjálfum sér. Það er þó ekki gott að vera svo djúpt sokkinn í eigin heim að maður sjái ekki það sem er í kringum mann, jafnvel eitthvað ævintýri líkast. Ólíver er svo djúpt sokkinn í eiginn heim að hann tekur ekki eftir Ólavíu fyrr en í enda bókar. Hún hafði hinsvegar tekið eftir honum mun fyrr, á sjöttu opnu, en reyndar birtist hún á myndum út í gegnum mest alla bókina, sem fór alveg framhjá Ólíver. Hann stígur þó stórt skref í enda bókar með því að vingast við Ólavíu, sem er mikið framfaraskref hjá litlum dreng sem er feiminn og vill vera út af fyrir sig.
Engar skýrar staðalímyndir kynjanna koma fram. Ólíver er í ævintýraleikjum en þar sem hann er ekki að bjarga prinsessum heldur er einn að leik ásamt tuskudýrunum sem dregur heldur úr hinni hefðbundnu staðalímynd drengja. Ef litið er framhjá því að Ólavía birtist okkur í bleiklitum kjól fellur hún ekki í hina hefðbundnu staðalímynd stúlkna þar sem hún gerir það sama og Óliver, þ.e. les bækur, leikur með tuskudýr, spilar tennis o.fl. Konur og karlar eru sýnd á jafnréttisgrundvelli í bókinni. Þau eru ýmist í hversdags- eða fínni fötum, sem gefur þá mynd að ekki er neinn með meiri völd en annar, þetta sést t.d. vel á fyrstu opnu bókarinnar þar sem fólk sést í ys og þys hversdagsins.
Lítið er sýnt af fjölskyldu Ólivers, oftast er hann bara einn með sjálfum sér. Ein opna sýnir veislu eða fjölskylduboð trúverðugrar stórfjölskyldu, en ekki er hægt að greina hverjir foreldrar hans eru. Veislan er líklega heima hjá honum því útvarp sem þar er má sjá á öðrum myndum af Óliver. Bókin er frekar tímalaus og erfitt að staðsetja hana, hún gæti gerst nokkurnveginn hvar og hvenær sem er. Bílar, fólk, dýr og hús eru teiknuð í skrípalegum stíl.
Við teljum að bókin ýti ekki undir staðalímyndir kynjanna heldur kollvarpi þeim. Persóna Ólívers er sýnd bæði ævintýragjörn en jafnframt til baka, en þau Ólavía hafa sömu áhugamál og eru því jöfn á jafnréttisgrundvelli. Bókin sýnir því að börn geta verið eins mismunandi og þau eru mörg, með marga kosti og galla og að það sé allt í lagi.
Tveir grunnskólakennaranemar á Íslandi