Author: Helga Arnalds
Illustrator: Björk Bjarkadóttir
Publisher: Mál og menning.
Year: 2013

Scroll down for Icelandic version of assessment

The student´s conclusion: The book turns gender stereotypes upside down

The book’s main character is called Bjartur; the supporting characters are his parents, sister and grandmother plus various magical creatures. We therefore have three male characters and three female characters, as well as supporting characters that are gender neutral trolls and dragons.
The book begins with Bjartur being an only child, but then a sister is born and he must use his vivid imagination to fight the difficult feelings a sibling brings. It can in fact take a long time to accept a new person in the family.

Bjartur is not presented as the stereotype of a boy, he does things that both boys and girls do, not only what you could call “boyish stuff”. This is confirmed by the drawings we see him draw on the first spread, and his toys reflect that. The male characters are shown wearing blue pants and sweaters and with a short haircut while all the females have long hair and wear dresses or skirts. Still, women clothing does not have the traditional “girly colours” but relatively gender neutral earth colours.

Nothing in the book suggests different social classes or hierarchy. It looks like the parents are equals; for instance they both read the newspaper to emphasize that they are both interested in what goes on in the society. Neither of the two is presented as being an authority of any kind, they usually appear in their pyjamas. Bjartur’s mother is more prominent in the book than his father because she is pregnant and gives birth to the child that is such an important part of the story.

A few things can be considered “boyish”, for example when Bjartur has an adventure where he rescues his sister and parents, but since his sister takes part in it as well, it reduces the boyish part of the experience. Bjartur sometimes shows great emotion, looks after his sister and is upset when she disappears. The reader sees how his feelings change along with how the sister is presented in the book. She has gotten a yellow dress as the story progresses, and when Bjartur has finally learned to love his sister, her appearance has become normal. Bjartur is therefore a complicated character with lots of contrasts. He can be scared, full of emotion, typical boyish or caring.

The book shows the children that it is natural to have different feelings, for instance to be jealous, when things change, like when you get a new sibling. The book also demonstrates that the situation can change over time. Children learn that there are female monsters and that boys also fight with these feelings. The book is relatively timeless, yet not far from our contemporary times because Bjartur’s father speaks on his cell phone. The story “My little sister is a monster” therefore ought to last long and be a good read for children who get a new sibling.

We believe that the book does not support stereotypes; it rather attempts to refute them. This is achieved by showing the parents as equals and by the main character being a boy who shows emotions and deals with them; while not indicating in any way that something is either girlish or boyish.

Two students of education at University of Akureyri


 

Conclusion: Bókin kollvarpar staðalmyndum kynjanna

Aðalpersóna sögunnar heitir Bjartur en aukapersónur eru foreldrar hans, systir og amma ásamt ýmsum kynjaverum. Þetta gerir þrjár karlkyns persónur og þrjár kvenkyns persónur ásamt aukapersónum eins og tröllum og dreka sem ekki hafa ákveðið kyn.

Bjartur er einkabarn foreldra sinna í byrjun bókar en með fjörugu ímyndunarafli sínu tekst hann á við erfiðar tilfinningar sem geta fylgt þeim stóru breytingum að eignast systkini. Það getur nefninlega tekið tíma að taka nýjan einstakling í sátt.

Bjartur er ekki sýndur sem staðalímynd af strák, hann gerir hluti sem bæði kynin gera en ekki eingöngu það sem kallað er strákalegt. Myndirnar sem hann sést teikna á fyrstu opnu og dótið endurspegla það. Karlkyns persónur í bókinni eru sýndar í buxum og peysu í bláum lit með hárið stuttklippt á meðan konurnar eru allar með sítt hár og í kjólum eða pilsum. Fatnaður kvenkyns persóna er þó ekki í hefðbundnum stelpulitum, ef svo má segja, heldur frekar kynlausum jarðarli.
Ekkert í bókinni gefur til kynna að einn aðili sé yfir annan hafinn. Foreldrarnir virðast vera jafningjar og sést það m.a. á því að þau lesa bæði fréttablaðið, sem vísar til þess að þau hafa jafnan áhuga á því sem er að gerast í þjóðfélaginu, auk þess sem hvorugt er sýnt í valdahlutverki, þau eru oftast sýnd í náttfötum. Ástæðan fyrir því að móðir Bjarts er meira áberandi í bókinni en faðirinn er vegna þess að eingöngu konur geta gengið með og fætt börn sem er stór þáttur í söguþræði bókarinnar.

Einstaka atriði er hægt að telja sem strákalegt t.d. er Bjartur lendir í ævintýri og bjargar systur sinni og foreldrum en þar sem systir hans er þátttakandi dregur það úr þessu strákalega. Bjartur er tilfinningasamur á köflum, passasamur um systur sína og leiður yfir að hafa týnt henni og sér lesandi hvernig tilfinningar hans breytast í takt við það hvernig systir hans er túlkuð í bókinni. Hún er t.d. komin í gulan kjól þegar líður á söguna, en þegar Bjartur hefur að fullu lært að elska systur sína hefur hún fengið eðlilegt útlit. Bjartur er því flókinn karakter sem sýnir andstæður. Hann er ýmist hræddur, tilfinningaríkur, hugrakkur, strákslegur eða umhyggjusamur.

Bókin sýnir börnum að það sé eðlilegt að hafa ýmsar tilfinningar, t.d. afbrýðisemi, þegar breytingar líkt og að eignast lítið systkini eiga sér stað. Einnig sýnir bókin að aðstæður geta lagast með tímanum. Þau sjá að til eru kvenkyns skrímsli og strákar takast einnig á við tilfinningar sem þessar. Bókin er frekar tímalaus en þó nær nútímanum þar sem pabbi Bjarts talar í farsíma. Sagan um Skrímslið litlu systur ætti því að eldast vel og vera góð fyrir börn sem eignast nýtt systkini.
Við teljum bókina ekki renna stoðum undir staðalímyndir, heldur reyni frekar að kollvarpa þeim. Er það gert með því að hafa foreldrana mjög jafna, karlkyns aðalpersónu sem sýnir tilfinningar og tekur á tilfinningamálum ásamt því að hafa ekkert sem ýtir sterklega undir að eitthvað sé stráka eða stelpulegt.

Tveir grunnskólakennaranemar á Íslandi