Author: Huginn Þór Grétarsson
Illustrator: Erick Sulaiman
Publisher: Óðinsauga
Year: 2012

Scroll down for Icelandic version of assessment

The student’s conclusion: picture book challenges gender stereotypes

This book is about Alli the omnipotent. His mother is an angel, but his father is the God who created the world. Alli’s family lives in the kingdom of heaven, but apart from that the family seems to be quite traditional. His brother is a teenager and behaves like a typical teenager on earth and his little sister has just as little experience as the toddlers on Earth. An example of that is that she tears apart Alli’s invitation card when he wants to invite the children of Earth to his birthday party. The book‘s important message is that no one should be excluded. All children from around the world are invited to the birthday party and neither race nor gender matter. The value of the birthday presents is also insignificant, it’s the thought that matters, the wish to make others happy, show friendship and have fun together.

The book is very colourful and a lot happens on every page. The book’s cover features an illustration of heaven with many children on their way to the birthday party with their presents. This picture is not in the book itself, but it shows in an excellent way what the reader can expect. The gender angle in the book is also quite good. Alli’s parents are both equally active in preparing for the birthday. His mother wears a pink dress, which is just fine for the father has a pink t-shirt on. Alli’s mother is an angel but his father is almighty, which makes him the superior to the mother. This is the only negative gender angle in the book. They could both easily have been almighty.

The guests at the birthday party are of both sexes and there is no difference in what the girls or boys can do. For example, both a girl and a boy can fly a spaceship. Both boys and girls are sensitive people who show great care. One of the boys gives Alli a present he has made himself, and one of the girls gives him a hug. Alli shows how happy he is for the friendship of all the children. The book ends with Alli going to bed; the bed is a symbol of safety.

The book has many references to the Bible. The reader speculates if Jesus Christ is Alli’s father, for while he prepares the birthday party, he is wearing a t-shirt with the message: “Let the little children come to me”. He also has brown hair and beard in keeping with the image many people have of Jesus. Alli greets his guests at the Golden Gate. He teaches the kids to walk on water. They rebuild Noah’s Ark and run through the Cleansing Fire. It is interesting to note that the good children do not feel the heat of the Cleansing Fire, which perhaps is intended to indicate to the children that it pays to be good.

The book is an excellent reading for children in kindergarten, both boys and girls. It has beautiful pictures and conveys a good message. Both genders are represented in the book. The only thing preventing people to read this book to children, especially in kindergarten, is the fact that it contains many references to Christianity; Iceland today is a fairly multicultural country with different religions present.

Two students of education at University of Akureyri


 

Conclusion:Myndabókin ögrar hefðbundnum staðalímyndum kynjanna.

Bókin fjallar um Alla sem er almáttugur. Mamma hans er engill en Pabbi hans er guð sem skapaði heiminn. Fjölskylda Alla býr í himnaríki en að öðru leyti er fjölskylda Alla nokkuð hefðbundin, bróðir hans sem er unglingur hegðar sér líkt og jarðneskir unglingar og litla systir hans er alveg jafn mikill óviti og smábörn á jörðinni. Hún rífur til dæmis boðskort hjá Alla þegar hann ætlar að fara að bjóða jarðarbörnum í afmælið sitt. Bókin hefur þann fallega boðskap að það eigi ekki að skilja neinn út undan. Öllum börnum alls staðar að úr heiminum er boðið að koma og þá skiptir kynþáttur eða kyn engu máli. Stærð afmælisgjafanna er heldur ekki aðalatriði heldur hugurinn sem fylgir, það að vilja gleðja aðra, sýna vinarþel og skemmta sér saman.

Bókin er á nokkuð góðu máli en á einum stað má sjá þágufallshneigð þar sem þolfall er viðurkenndara. Það er talað um að “honum hlakki til” en betra mál væri að segja “hann hlakkar til.”
Bókin er mjög litrík og mikið að gerast á hverri blaðsíðu. Letrið í bókinni er svart eða hvítt eftir því hvað á við en áhersluorð eru feitletruð eða í áberandi lit.

Kápa bókarinnar sýnir mynd af himnaríki og fullt af krökkum á leið í afmæli með pakka. Myndin er ekki inni í bókinni en hún sýnir vel hverju lesandinn á von á. Baksíðan er látin flæða með, þannig að ef lesandinn leggur bókina niður sér hann heila mynd. Titill bókarinnar er áberandi, rauður borði með stórum hvítum stöfum. Kynjavinkillinn í bókinni er nokkuð góður. Mamma og pabbi Alla eru jafn virk í að taka þátt í undirbúningnum fyrir afmælið. Mamman er látin klæðast bleikum kjól sem er í góðu lagi því pabbinn er í bleikum bol. Mamma Alla er engill en pabbi Alla almáttugur sem gerir hann æðri mömmunni. Þetta er eini neikvæði kynjavinkillinn í bókinni. Þau hefðu bæði mátt vera almáttug.
Gestirnir í afmælinu eru af báðum kynjum sem geta gert sams konar hluti. Sem dæmi má taka að bæði stelpa og strákur stjórna geimskipi. Bæði kynin eru umhyggjusamar tilfinningaverur. Einn strákurinn gefur Alla heimatilbúið föndur í afmælisgjöf og ein stelpan gefur honum faðmlag. Alli sýnir hvað honum þykir vænt um vináttu barnanna. Bókin endar á því að Alli fer að sofa í rúminu sínu en rúm er tákn fyrir öryggi.

Mikil vísun í Biblíuna er í bókinni. Maður veltir fyrir sér hvort pabbi Alla eigi að vera Jesú, því í afmælisundirbúningnum er hann klæddur í bol með áletruninni: ,,Leyfið börnunum að koma til mín’’, hann er einnig með sítt brúnt hár og skegg sem er sú mynd sem margir hafa af Jesú. Alli tekur á móti gestunum við gullna hliðið. Hann kennir krökkunum að ganga á vatni. Þau endursmíða Örkina hans Nóa og stökkva í gegnum hreinsunareldinn. Athyglisvert er að hreinsunareldurinn er ekkert heitur fyrir góðar barnasálir sem á ef til vill að gefa börnunum þau skilaboð að það borgi sig að vera góður.
Bókin er mjög skemmtileg fyrir börn á leikskólaaldri, bæði stráka og stelpur. Fallegar myndir og góður boðskapur. Bæði kynin koma fyrir í bókinni. Það eina sem gæti komið í veg fyrir að þessi bók yrði lesin fyrir börn og þá sérstaklega inni á leikskólum er að í sögunni er svo mikil vísun í kristna trú og Ísland er orðið nokkuð fjölmenningarlegt land með margskonar trúarbrögðum.

Tveir grunnskólakennaranemar á Íslandi